Fáðu löglegan fagmann í verkið
A1 málun ehf var stofnað árið 2009 af Ólafi Gunnþóri Höskuldssyni löggildum málarameistara.
Ólafur hefur starfað sem málari í um 20 ár og fékk meistararéttindi sín árið 2009.
Félagið er meðlimur í samtökum Iðnaðarins (SÍ) og Málarameistarafélagi Íslands og er einnig gjaldgengt í ábyrgðarsjóð MSI (Meistaradeild SI).
A1 er löggilt málningarfyrirtæki sem gefur sig fyrir faglega og persónulega þjónustu fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig.
Miklu máli skiptir að velja fagmann í verkið, þar sem hann kann að geta leyst auðveldlega úr vandamálum eða spurningum sem kunna að koma upp hvað varðar verkið á fljótlegan, faglegan og ódýrari hátt.